Morgunfundur VIRK um mikilvægi þess að auka vellíðan á vinnustöðum

21. febrúar á Grand Hótel Reykjavík

12.2.2019

  • virk-logo1280x720

„Hamingja á vinnustöðum er alvörumál!" er yfirskrift fundar sem VIRK, Embætti landlæknis og Vinnueftirlitið standa sameiginlega að á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 21. febrúar nk. milli kl. 8:30 og 10:00. Þar mun Vanessa King , sem er sérfræðingur í jákvæðri sálfræði og þekktur fyrirlesari, fjalla um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum. Auk hennar flytja erindi þær Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, og Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri hjá VIRK. Í upphafi fundarins mun Alma D. Möller landlæknir ávarpa gesti. Fundarstjóri er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands.

Dagskrá
Ávarp
Alma D. Möller, landlæknir
The serious business of happiness at work
Vanessa King, Action for Happiness
Hamingja vinnandi fólks á Íslandi
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis
Er brjálað að gera?
Ingibjörg Loftsdóttir, sviðsstjóri hjá VIRK

Aðgangur er ókeypis en skrá þarf þátttöku fyrirfram á vef VIRK.