Bein útsending frá baráttufundi á fimm stöðum utan höfuðborgarsvæðisins

28.1.2020

  • Banner-Facebook

Næstkomandi fimmtudag, 30. janúar, efna BHM, BSRB og Fíh til baráttufundar í Háskólabíói kl. 17:00. Kjarasamningar þorra opinberra starfsmanna hafa verið lausir frá 1. apríl 2019 og hafa viðræður við ríki og sveitarfélög gengið afar hægt. Þolinmæði félagsmanna og samninganefnda er löngu þrotin.

Félagsmenn aðildarfélaga sem búa utan höfuðborgarsvæðisins geta fylgst með fundinum í beinni útsendingu á Ísafirði, Akureyri, í Grundarfirði, Borgarnesi og Reykjanesbæ (smellið á plúsinn til að sjá nánari staðsetningu). Ef fleiri staðir bætast við verður það auglýst sérstaklega.

Akureyri

Hof
Strandgötu 12
Tengiliður - Arna Jakobína Björnsdóttir jokobina@kjolur.is

Ísafjörður

Skrifstofa FOSVest
Aðalstræti 24, 3.hæð
Tengiliður - Sigurður Arnórsson formadur@fosvest.is

Grundarfjörður

Skrifstofa Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu
Borgarbraut 1a
Tengiliður - Helga Hafsteinsdóttir dalaogsnae@gmail.com

Borgarnes

Matsalur grunnskólans í Borgarnesi
Gunnlaugsgötu 13
Tengiliður - Ingunn Jóhannesdóttir ingunn28@borgarbyggd.is

Reykjanesbær

Skrifstofa Starfsmannafélags Suðurnesja
Krossmóar 4a
Tengiliður - Stefán B. Ólafsson formadur@stfs.is


Fréttir