BHM fagnar frumvarpi sem spornar gegn kennitöluflakki en endurskoða þarf lög um atvinnuleysistryggingar

Umsögn BHM um tvö nýlega frumvörp ríkisstjórnarinnar

29.5.2020

BHM fagnar frumvarpi til breytinga á lögum um gjaldþrotaskipti, enda er það mikilvægur liður til að sporna gegn misnotkun á hlutafélagaforminu og kennitöluflakki í atvinnurekstri. Lesa má umsögnina í heild sinni hér.

Aukin skilvirkni en þörf er á heildarendurskoðun

Markmiðið með breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar er að gera framkvæmdir Vinnumálastofnunar skilvirkari, sem er gott.

Afstaða BHM er hins vegar sú að einungis er verið að sníða nauðsynlegustu vankantana af lögunum en mikilvægt sé að hefja vinnu við heildarendurskoðun þeirra sem fyrst.

Lesa má umsögnina í heild sinni hér.