BHM kærir ákvörðun Vinnumálastofnunar til ráðuneytisins

5.1.2021

  • vmst

Í kjölfar skipulagsbreytinga hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) haustið 2020 var fjórtán starfsmönnum stofnunarinnar sagt upp. Margir þeirra eru félagsmenn aðildarfélaga BHM. Vinnumálastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um hópuppsögn að ræða í skilningi laga nr. 63/2000 um hópuppsagnir. Því hafi SÍ ekki verið skylt að tilkynna hópuppsögn til Vinnumálastofnunar né heldur uppfylla ýmis önnur skilyrði sem lögin kveða á um. BHM er ósammála þessu mati og hefur kært niðurstöðu Vinnumálastofnunar til félagsmálaráðuneytisins. 

Í niðurlagi kærunnar segir orðrétt: 

Með kæru þessari er þess farið á leit að félagsmálaráðuneytið breyti ákvörðun Vinnumálastofnunar þannig að Sjúkratryggingum Íslands verði gert að tilkynna hópuppsagnir til stofnunarinnar.


Kæra BHM til félagsmálaráðuneytisins


Fréttir