Chat with us, powered by LiveChat

BHM leitar að kynningarfulltrúa

3.7.2021

 • BHM-mynd

Bandalag háskólamanna, BHM, óskar eftir að ráða kynningarfulltrúa í krefjandi og fjölbreytt starf. Kynningarfulltrúi miðlar upplýsingum um starfsemi bandalagsins, stefnu og baráttumál til markhópa og stuðlar að því að bandalagið sé sýnilegt í opinberri umræðu. Hann annast einnig skipulag og framkvæmd viðburða á vegum bandalagsins, s.s. fundi og ráðstefnur.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Upplýsingamiðlun til fjölmiðla um málefni BHM
 • Aðstoð við fjölmiðlasamskipti formanns bandalagsins
 • Ábyrgð á framkvæmd kynningarstefnu BHM, þ.m.t. miðlun upplýsinga um starfsemi BHM til markhópa
 • Ábyrgð á ritstjórn og þróun vefs og samskiptasíðna BHM
 • Ritun frétta, greina og pistla
 • Ábyrgð á skipulagi og undirbúningi viðburða á vegum bandalagsins
 • Ábyrgð á gerð og dreifingu kynningarefnis og auglýsinga
 • Þátttaka í innra starfi BHM og samskiptum við innlenda og erlenda samstarfsaðila

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af störfum við fjölmiðlun, almannatengsl eða kynningarmál
 • Góð þekking á vefumsjón, upplýsingamiðlun á samfélagsmiðlum og útgáfu
 • Þekking á hlutverki stéttarfélaga og málefnum vinnumarkaðar
 • Mjög góð íslenskukunnátta í ræðu og riti og hæfni til að setja fram efni á skýran hátt
 • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
 • Geta til að vinna sjálfstætt og undir álagi
 • Góð enskukunnátta í ræðu og riti, kunnátta í Norðurlandamálum er æskileg

Umsóknir óskast fylltar út á vef Hagvangs


Með umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. 

Umsóknarfrestur er til og með 19. júlí 2021.


BHM er vinnustaður þar sem jafnrétti er haft að leiðarljósi við ráðningar. Bandalag háskólamanna var stofnað árið 1958 og er regnhlífarsamtök fag- og stéttarfélaga háskólamenntaðs fólks á íslenskum vinnumarkaði. Innan BHM eru nú 28 aðildarfélög með samtals um 16 þúsund félagsmenn sem starfa í ýmsum atvinnugreinum, bæði hjá hinu opinbera og á almennum markaði. Hjá BHM starfa 22 starfsmenn og skrifstofa félagsins er í Borgartúni 6.


Fréttir