Chat with us, powered by LiveChat

BHM leitar að metnaðarfullu fólki í þrjú spennandi störf

Störf sérfræðings í fjármálum og rekstri, sérfræðings í kjaramálum og ráðgjafa í þjónustuveri BHM eru laus til umsóknar

13.6.2022

  • BHM-Framtid

BHM eru 27 aðildarfélög og félagsfólk sem vinnur fjölbreytt störf á öllum sviðum samfélagsins. Um 16.500 manns eru í aðildarfélögunum, þar af um 65% konur. Alls starfa 22 á skrifstofu BHM. Í krafti fjöldans og fjölbreytninnar stendur BHM vörð um mikilvægi hugvits, sérfræðikunnáttu og menntunar.

Þrjú störf eru laus til umsóknar: 

Sérfræðingur í fjármálum og rekstri

Sérfræðingur í fjármálum og rekstri sinnir fjölbreyttum og krefjandi verkefnum þvert á allar deildir BHM. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra BHM og er unnið í mikilli samvinnu við hann.

Nánari upplýsingar um starfið eru á vef Intellecta

Sérfræðingur í kjara- og réttindamálum

Sérfræðingur í kjara- og réttindamálum sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði vinnuréttar. Sérfræðingurinn heyrir undir framkvæmdastjóra BHM og vinnur náið með öðrum sérfræðingum bandalagsins og aðildarfélögum þess. 

Nánari upplýsingar um starfið eru á vef Intellecta

Ráðgjafi í þjónustuveri BHM

Ráðgjafi í þjónustuveri BHM veitir félagsfólki upplýsingar um ýmis mál og veitir aðstoð við umsóknir um styrki úr sjóðum bandalagsins í samvinnu við ráðgjafateymi.

Nánari upplýsingar um starfið eru hér á vef Intellecta Fréttir