BHM semur við Vinnuverndarskóla Íslands

15.3.2021

  • Keilir-vinnuverndarskoli_islands

BHM hefur samið við Vinnuverndarskóla Íslands um tvö námskeið fyrir annars vegar trúnaðarmenn og hins vegar almenna félagsmenn aðildarfélaga BHM.

Vinnuvernd 101

Vinnuvernd 101 er fyrir almenna félagsmenn aðildarfélaga BHM. Á námskeiðinu er fjallað um grundvallaratriði í starfsumhverfi og vinnuskipulagi til að stuðla að öryggi og vellíðan starfsfólks.

Námskeiðið er hugsað fyrir allt almennt starfsfólk því það er mikilvægt að þekkja grunnatriðin í vinnuvernd til þess að geta fylgst vel með á vinnustað, hugað að eigin öryggi og annarra. Því er einnig farið yfir lög og reglugerðir sem allir vinnustaðir verða að uppfylla.

Námskeiðið er í boði á bæði íslensku og ensku.

Vinnuvernd fyrir félagslega trúnaðarmenn

Á námskeiðinu er farið yfir þau grunnatriði sem trúnaðarmenn stéttarfélaga þurfa að kunna skil á þegar kemur að vinnuvernd.

Meðal þess sem farið er yfir á námskeiðinu er:

  • Munurinn á hlutverki trúnaðarmanns og öryggistrúnaðarmanns á vinnustað
  • Skyldur trúnaðarmanna eftir stærð vinnustaða
  • Forvarnir á vinnustöðum
  • Sálfélagslegt vinnuumhverfi
  • Álag, loftgæði, hávaði og hættuleg efni á vinnustöðum

Takmarkað pláss á námskeiði fyrir almenna félagsmenn

Trúnaðarmenn hafa þegar fengið tölvupóst með upplýsingum um hvernig á að skrá sig á sitt námskeið, hafi þeir ekki gert það eru þeir beðnir um að hafa samband við sitt stéttarfélag. Takmarkað pláss er fyrir almenna félagsmenn. Þeir þurfa því að senda tölvupóst á elisa@bhm.is til að skrá sig á námskeiðið.

Um Vinnuverndarskóla Íslands

Vinnuverndarskóli Íslands er hjá Keili – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Skólinn sérhæfir sig í gerð námsefnis og fræðsluerinda um allar hliðar vinnuverndar fyrir ólíka vinnustaði. Leiðbeinendur búa yfir áralangri reynslu af vinnuverndarfræðslu og byggja námskeið skólans á kennsluháttum Keilis.


Fréttir