BHM skorar á alþingismenn að afgreiða ekki fjármálaáætlun óbreytta

26.5.2016

Bandalag háskólamanna hefur sent fjárlaganefnd Alþingis umsögn um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2017–2021 sem lögð hefur verið fram í formi þingsályktunartillögu samkvæmt 5. gr. laga um opinber fjármál. BHM gagnrýnir að í áætluninni skuli ekki vera gert ráð fyrir auknum ríkisframlögum til háskóla hér á landi og tekur undir áhyggjur sem rektorar þeirra hafa lýst af undirfjármögnun háskólastigsins. Þá bendir bandalagið á að sókn til framfara, atvinnuuppbyggingar og góðra lífskjara verði hér eftir sem hingað til byggð á háu menntunarstigi þjóðarinnar og öflugu starfi háskóla- og vísindasamfélagsins: ,,BHM skorar á alþingismenn að afgreiða tillöguna ekki óbreytta. Nú ríður á að löggjafarsamkoman sýni dug og framsýni og snúi af braut langvarandi undirfjármögnunar háskólastigsins."

Umsögn BHM um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar


Fréttir