Chat with us, powered by LiveChat

Breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs BHM

13.4.2022

  • 5ac36a8d-3891-4d39-a3f2-f8064cd3809d-modified

Stjórn Styrktarsjóðs BHM hefur samþykkt breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins sem fela í sér að frá og með 1. maí 2022 verða sjúkradagpeningar greiddir að hámarki í sex mánuði í stað átta mánaða. 

Sjóðfélagar sem sækja um sjúkradagpeninga til og með 30. apríl 2022 eiga rétt í samræmi við reglur eins og þær voru fyrir þann tíma. Breytingin tekur því mið af umsóknardegi.

Hér er hægt að lesa nánar um starfsemi og úthlutunarreglur Styrktarsjóðs BHM.


Fréttir