Breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs og Sjúkrasjóðs

8.1.2018

Um nýliðin áramót tóku gildi nokkrar breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs og Sjúkrasjóðs BHM. Helstu efnislegu breytingarnar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs eru þessar:

  • Bætt hefur verið við ákvæði um styrk vegna ættleiðingar barns erlendis frá (grein 19). Veittur er styrkur að fjárhæð kr. 170.000 vegna útgjalda við utanför til að sækja barn til ættleiðingar.
  • Sjúkradagpeningar (grein 4a) eru nú greiddir vegna veikinda eða slysa eftir að veikindarétti samkvæmt kjarasamningum sem og öðrum lögbundnum réttindum sleppir, svo sem rétti til greiðslna í fæðingarorlofi og vegna veikinda barna. Í áður gildandi reglum var einungis talað um veikindarétt samkvæmt kjarasamningum í þessari grein en ekki um önnur lögbundin réttindi.

Helsta efnislega breytingin á úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs er sú að hámarksgreiðsla sjúkradagpeninga (grein 4b) er nú 713.000 kr. á mánuði (var áður 665.000 kr.). Hækkunin er í samræmi við hækkun launavísitölu frá ársbyrjun 2017.

Aðrar breytingar á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs og Sjúkrasjóðs eru minni háttar, einkum orðalagsbreytingar.

Hér má nálgast nýjar úthlutunarreglur Styrktarsjóðs 

Hér má nálgast nýjar úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs


Fréttir