Breytingar á úthlutunarreglum úr Styrktarsjóði BHM

Stjórn Styrktarsjóðs BHM hefur samþykkt breytingar á úthlutunarreglum og taka þær gildi frá og með miðvikudeginum 22. september 2021

22.9.2021

  • Breytingar á úthlutunarreglum taka gildi í dag.
    bhm_forsidubordi_thjonusta
    Breytingar á úthlutunarreglum taka gildi í dag 22.09.

Stjórn Styrktarsjóðs BHM hefur samþykkt breytingar á úthlutunarreglum og taka þær gildi frá og með 22. september 2021. 

Helstu breytingar miðað við núgildandi reglur eru eftirfarandi:

· Styrkur vegna meðferðar á líkama og sál hækkar úr 33.000 kr. í 43.000 kr.

· Styrktarsjóður BHM hefur hingað til greitt dánarbætur vegna fráfalls sjóðfélaga en mun nú einnig greiða dánarbætur vegna fráfalls barns sjóðfélaga, sbr. b. lið 5.gr

· Nú hafa sjóðfélagar allt að 24 mánuði frá fæðingardegi barns til þess að sækja um fæðingarstyrk úr sjóðnum. Áður þurfti að sækja um innan árs frá fæðingardegi barns.

· Þá hefur reglu um rétt til sjúkradagpeninga undir liðnum „Aðild við starfslok eða töku lífeyris“ (g. liður 2. gr) verið breytt. Áður gilti að réttur til sjúkradagpeninga féll niður þegar taka lífeyris hófst, þó í síðasta lagi við 67 ára aldur. Nú gildir að réttur til sjúkradagpeninga fellur niður þegar taka örorku- eða ellilífeyris hefst að fullu, þó í síðasta lagi við 70 ára aldur, sé sjóðfélagi ekki í ráðningarsambandi.

Sú regla tekur gildi frá og með 1. júlí 2019. Haft verður samband við þá sjóðfélaga sem sóttu um sjúkradagpeninga eftir þann dag og fengu synjun á grundvelli ákvæðis g. liðs 2.gr.

Úthlutunarreglur Styrktarsjóðs BHM 22.09.2021


Fréttir