Breytingar í þjónustuveri BHM

24.2.2021

Dagny-myndDagný Björk Erlingsdóttir er nýr ráðgjafi í þjónustuveri BHM. Hún er fædd árið 1984 og er með BS-gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands. Einnig hefur hún lokið námi í verkefnastjórnun í Opna háskólanum og hlotið alþjóðlega D-vottun frá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands. Áður starfaði Dagný m.a. sem kjaramálafulltrúi hjá Eflingu stéttarfélagi og sem yfirflugfreyja hjá WOW air. Einnig hefur hún sinnt ýmsum störfum fyrir Flugfreyjufélag Íslands. Sem ráðgjafi í þjónustuveri mun Dagný sinna upplýsingagjöf og aðstoð við félagsmenn aðildarfélaga vegna umsókna um styrki úr sjóðum bandalagsins. Einnig mun hún annast úrvinnslu umsókna og fleiri verkefni í þjónustuverinu. Þá mun hún sinna ýmsum verkefnum fyrir Orlofssjóð BHM, m.a. hafa umsjón með útleigu orlofshúsa, uppfæra vef sjóðsins og annast margvísleg samskipti við samstarfsaðila hans.

Untitled-designHelgi Júlíus Sævarsson var nýlega fastráðinn sem ráðgjafi í þjónustuveri BHM en hann var áður ráðinn tímbundið. Hann er fæddur árið 1990 og er með BA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands, með lögfræði sem aukagrein. Áður starfaði Helgi samhliða námi m.a. hjá Garðabæ og Reykjavíkurborg. Helgi sinnir upplýsingagjöf og aðstoð við félagsmenn aðildarfélaga vegna umsókna um styrki úr sjóðum bandalagsins. Einnig annast hann úrvinnslu umsókna og fleiri verkefni í þjónustuverinu.

Helgi4636_1614097170613Helgi Dan Stefánsson, ráðgjafi í þjónustuveri BHM, hefur tekið við stöðu teymisstjóra þjónustuversins en í því felst utanumhald með vinnu ráðgjafa og umsjón með ýmsum miðlægum verkefnum. Helgi er fæddur árið 1985 og er með meistaragráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands.

Þjónustuver BHM er staðsett í Borgartúni 6 í Reykjavík (3. hæð) og er opið alla virka daga milli kl. 9:00 og 16:00. Vegna sóttvarnarráðstafana er þjónustuverið lokað fyrir heimsóknum en ráðgjafar veita þjónustu gegnum síma, tölvupóst og netspjall. Sjá nánar hér.Fréttir