Ekki forsendur fyrir því að endurgreiða WOW gjafabréf

Yfirlýsing frá stjórn Orlofssjóðs BHM

14.6.2019

  • logo-obhm

Frá árinu 2016 og þar til í mars síðastliðnum bauð Orlofssjóður BHM sjóðfélögum að kaupa gjafabréf sem giltu sem greiðsla upp í fargjald með flugfélaginu WOW air. Í kjölfar gjaldþrots félagsins hafa sjóðnum borist fyrirspurnir frá sjóðfélögum um hvort hann muni endurgreiða gjafabréf sem ekki höfðu verið nýtt við fall félagsins.

Stjórn Orlofssjóðs hefur farið gaumgæfilega yfir málið og m.a. leitað ráðgjafar hjá Neytendasamtökunum, lögmönnum og skiptastjóra þrotabús WOW air. Niðurstaðan af þessari ítarlegu skoðun er sú að ekki séu forsendur fyrir því að sjóðurinn endurgreiði gjafabréfin, auk þess sem ákvörðun um slíkt myndi að mati stjórnar skapa varhugavert fordæmi. Um leið og stjórnin harmar það tjón sem sjóðfélagar hafa orðið fyrir vegna falls WOW air er þeim bent á að þeir geta lýst almennri kröfu í þrotabú WOW air.


Fréttir