Chat with us, powered by LiveChat

Ellefu aðildarfélög BHM sömdu við ríkið

Nýr kjarasamningur undirritaður og verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum

3.4.2020

  • SnipImage
    Myndin er tekin á fjarfundi í kjölfar undirritunar samningsins (smellið á myndina til að stækka hana). Efsta röð frá vinstri: Anna María Frímannsdóttir, framkvæmdastjóri SÍ; Anna Lilja Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri ÞÍ; Alda Margrét Hauksdóttir, formaður FL; Charlotta Oddsdóttir, formaður DÍ. Næstefsta röð frá vinstri: Eldey Huld Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FÍ/DÍ; Steinunn Bergmann, formaður FÍ; Þóra Leósdóttir, formaður IÞÍ; Mia Carola Hellsten, í kjaranefnd DÍ. Næstneðsta röð frá vinstri: Tryggvi Ingason, formaður SÍ; Laufey E. Gissurardóttir, formaður ÞÍ; Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH; Guðfinnur Þór Newman, framkvæmdastjóri KVH. Neðsta röð frá vinstri: Áslaug Í. Valsdóttir, formaður LMFÍ. Á myndina vantar Katrínu Sigurðardóttur, formann FG, og Maríönnu H. Helgadóttur, formann FÍN.

Fulltrúar ellefu aðildarfélaga BHM gengu í dag frá undirritun nýs kjarasamnings við ríkið. Efni samningsins verður kynnt félagsmönnum á næstu dögum. Í kjölfarið verður efnt til atkvæðagreiðslu um samninginn meðal félagsmanna hvers félags og er niðurstöðu að vænta eigi síðar en 17. apríl næstkomandi. Gildistími nýs samnings er frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.

Samninganefndir ellefu aðildarfélaga BHM stóðu frammi fyrir því að taka afstöðu til tilboðs Samninganefndar ríkisins. Í ljósi fordæmalausrar stöðu í samfélaginu var ákveðið að bera samninginn undir félagsmenn í atkvæðagreiðslu.

BHM- félögin ellefu eru:

Dýralæknafélag Íslands (DÍ)

Félag geislafræðinga (FG)

Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH)

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN)

Félag lífeindafræðinga (FL)

Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ)

Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ)

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH)

Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ)

Sálfræðingafélag Íslands (SÍ)

Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ)


Fréttir