Er stuttur þráðurinn?

Anna Lóa hjá Virk gefur góð ráð á álagstímum í streymi hjá BHM.

8.4.2020

  • Anna Lóa
    AnnaLoa

Eitt það fyrsta sem fer í álagi er hæfileiki okkar til samskipta. Við þurfum að vera meðvituð um hvernig við bregðumst við álagi, hvaða bjargráð virka fyrir hvert og eitt okkar og mikilvægi þess að nýta þau á óvissutímum.

Miðvikudaginn 15. apríl mun Anna Lóa Ólafsdóttir, atvinnulífstengill hjá Virk, vera með fyrirlestur í streymi á streymisveitu Bandalags háskólamanna .

Streymið hefst kl. 10 en fyrirlesturinn verður aðgengilegur á streymisveitu BHM til miðnættis 18. apríl.