Félag fréttamanna samdi við Samtök atvinnulífsins

11.3.2020

Saminganefndir Félags fréttamanna og Samtaka atvinnulífsins hafa undirritað nýjan kjarasamning. Hann byggir á lífskjarasamningnum svokallaða og gildir frá 1. apríl 2019 til loka nóvember 2022. Samningaviðræður höfðu staðið yfir síðan í árslok 2018.

Áætlað er að rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn meðal félagsmanna hefjist í dag og ljúki mánudaginn 16. mars.