Kjarasamningur Félags geislafræðinga og ríkisins samþykktur

9.11.2020

  • Felaggeislafraedinga-logo

Kjarasamningur Félags geislafræðinga og ríkisins var undirritaður föstudaginn 30. október 2020.

Rafrænni atkvæðagreiðslu um samninginn lauk á hádegi mánudaginn 9. nóvember. 

136 voru á kjörskrá og greiddu 101 atkvæði, eða 74% félagsmanna. 98 samþykktu samninginn en 3 höfnuðu honum. Samningurinn var því samþykktur með 97% greiddra atkvæða.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Félags geislafræðinga.


Fréttir