Félag lífeindafræðinga samdi við ríkið

8.6.2020

Fulltrúar Félags lífeindafræðinga hafa undirritað nýjan kjarasamning við ríkið. Á næstu dögum verður samningurinn kynntur fyrir félagsmönnum en rafræn atkvæðagreiðsla um hann hefst næstkomandi föstudag, 12. júní, og stendur til mánudagsins 22. júní.