Félag sjúkraþjálfara samdi við ríkið

3.4.2020

Fulltrúar Félags sjúkraþjálfara (FS) og ríkisins undirrituðu í morgun nýjan kjarasamning. Samningurinn gildir á tímabilinu 1. apríl 2019 til 31. mars 2023.

Félagsmönnum FS hjá ríkinu verður á næstunni sent ítarlegt kynningarbréf um efni samningsins. Efnt verður til rafrænnar atkvæðagreiðslu um samninginn og verður hún auglýst síðar en gert er ráð fyrir að henni ljúki á miðnætti 16. apríl næstkomandi.