FH og FHA undirrituðu kjarasamninga við ríkið

Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu nýjan kjarasamning

6.1.2020

Fulltrúar Félags háskólakennara (FH) hafa undirritað nýjan kjarasamning við ríkið. Gildistími hans er frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Einnig hafa fulltrúar Félags háskólakennara á Akureyri (FHA) undirritað nýjan kjarasamning við ríkið sem hefur sama gildistíma og samningur FH. Félögin munu á næstunni kynna efni samninganna fyrir félagsmönnum.

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning FH og ríkisins hefst miðvikudaginn 8. janúar og stendur til 15. janúar en ekki liggur endanlega fyrir hvenær atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning FHA og ríksins fer fram.

Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning Félags prófessora við ríkisháskóla (sjá hér) lauk 20. desember síðastliðinn. Niðurstaðan varð sú að samningurinn var samþykktur með 90% greiddra atkvæða.