FÍL vísar kjaradeilu sinni við LR til ríkissáttasemjara

25.2.2020

Félag íslenskra leikara (FÍL) hefur ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við Leikfélag Reykjavíkur (LR) til ríkissáttasemjara. Í bréfi sem formaður FÍL, Birna Hafstein, hefur sent fulltrúum LR kemur fram að forysta félagsins telur að tilboð viðsemjanda sem lagt var fram á fundi aðila í gær sé fullkomlega óásættanlegt og feli í raun í sér afarkosti. Samninganefnd FÍL hafi sýnt mikið umburðarlyndi í kjaraviðræðunum, sem hafa staðið frá því í júní á síðasta ári, en nú sé þolinmæði félagsmanna á þrotum.

Kjarasamningur FÍL og LR rann út 1. apríl 2019.