Fimm aðildarfélög BHM undirrituðu kjarasamning við Reykjavíkurborg

25.6.2020

 • Samninganefndirnar
 • samninganefndthroskathjalfa
  Samninganefnd Þroskaþjálfafélagsins
 • Gudfinnur, Eldey og Steinunn
  undirritun25juni2
  Guðfinnur Þór, Eldey og Steinunn
 • Tryggvi, Þóra og Guðfinnur
  undirritun25juni
  Tryggvi, Þóra og Guðfinnur
 • Bjarni og Tryggvi
  IMG_1180
  Bjarni og Tryggvi
 • Steinunn og Anna María
  SteinunnogAnnaMaria
  Steinunn og Anna María

Fimmtudaginn 25. júní undirrituðu fimm aðildarfélög BHM kjarasamning við Reykjavíkurborg. Félögin eru Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Sálfræðingafélag Íslands og Þroskaþjálfafélag Íslands. 

Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023 og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara.

Á næstu dögum mun samningurinn verða kynntur fyrir félagsmönnum hvers félags fyrir sig. Í kjölfarið verður efnt til atkvæðagreiðslu um hann.