Fjögur aðildarfélög BHM undirrituðu nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

3.7.2020

Þetta eru aðildarfélögin Fræðagarður, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga. 

Nýi samningurinn við Samband íslenskra sveitarfélaga var undirritaður á miðnætti 1. júlí. 

Samningurinn gildir til 31. desember 2021 og verður kynntur félagsmönnum í næstu viku. Í kjölfarið verður hann borinn undir atkvæði.