Fjögur stéttarfélög innan BHM vísa kjaradeilum við SNS til ríkissáttasemjara

5.6.2020

Fræðagarður, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga vísuðu kjaradeilu sinni við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara þann 3. júní.

Kjaraviðræður hafa staðið yfir síðan í júlí 2019. Þar sem samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur hafnað tillögum sem FRG, FÍF, SBU og SL hafa lagt fram hafa félögin ákveðið að vísa kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara.