Fjölmargir hafa nýtt sér uppgreiðsluafslátt námslána

Rúmur hálfur milljarður í afslátt af námslánum frá því í fyrra

22.11.2021

  • haskolanemar

Frá því að ný lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi í fyrra hafa tæplega tvö þúsund manns fengið samtals rúman hálfan milljarð í afslátt frá ríkinu vegna uppgreiðslu námslána. Þetta kemur fram í frétt Kjarnans í dag. 

Í apríl í fyrra tilkynnti forsætisráðherra að ríkisstjórnin hygðist hrinda í framkvæmd tillögum starfshóps  um endurskoðun á reglum vegna endurgreiðslna námslána. Starfshópurinn var myndaður að frumkvæði BHM í tengslum við kjaraviðræður á opinberum markaði. 

Í frétt Kjarnans segir að frá því að Mennta­sjóður náms­manna byrjaði að bjóða upp á allt að 15 pró­senta upp­greiðslu­af­slátt vegna upp­greiðslu eldri lána og  auka­inn­borg­ana á skulda­bréf  hafi 1.923 ein­stak­lingar greitt upp náms­lán sín. Veittur afsláttur vegna upp­greiðslna skulda­bréfa nemur 480,3 millj­ónum króna en heild­ar­af­sláttur vegna auka­inn­borg­ana á skulda­bréf 36,7 millj­ónum króna.

Þessi þróun er gleðiefni og ljóst er að aðgerðirnar hafa gagnast fjölmörgum og bætt kjör þeirra sem taka námslán.

Hér og hér má lesa eldri fréttir um málið. 


Fréttir