Chat with us, powered by LiveChat

Fjölmenning á vinnustað

28.9.2021

  • Ingrid Kulhman
    Ingridauglysingavef
    Ingrid Kuhlman verður með námskeiðið Fjölmenning á vinnustað

Námskeið með Ingrid Kuhlman, þriðjudaginn 5. október
kl. 13:00-16:00.

Skráning fer fram hér í viðburðadagatali.

Þetta er námskeið fyrir þau sem vilja bæta samskiptin og öðlast betra sjálfsöryggi á fjölmenningarlegum vinnustað.

Samskipti geta verið flókin í amstri dagana. Þegar við bætast hindranir eins og tungumálaerfiðleikar eða annars konar skilningur á eðli hlutanna vegna ólíkrar menningar, uppruna, menntunar og viðhorfa þá vandast oft málið. Á Íslandi eru töluð u.þ.b. 65 tungumál og samfélag okkar hefur tekið algjörum stakkaskiptum.

Íslendingar hafa hingað til átt gott með að hafa samskipti við aðrar þjóðir og þótt samskiptin taki á sig aðra mynd þegar fólk af öðru þjóðerni flytur hingað, tímabundið eða til frambúðar, þá verða líka árekstrar og ýmsir sjá fyrir sér vandamál og erfiðleika á meðan aðrir sjá tækifæri og fjölbreytileika sem auðga mannlífið.

Takmarkað pláss er á námskeiðið, skráning hefst 28. september kl. 12:00 - þá birtist skráningarform neðst á þessari síðu í viðburðadagatali. Upptaka af námskeiðinu verður gerð aðgengileg á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið. 

Ingrid Kuhlman er þjálfari, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar . Hún er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Bucks New University.

Takmarkað pláss er á námskeiðið og hefst skráning þriðjudaginn 28. september kl. 12:00

 


Fréttir