Formaður BHM hyggst ekki bjóða sig fram að nýju

Frestur til að tilkynna áhuga á framboði til formanns bandalagsins framlengdur til 22. febrúar

11.2.2021

  • thorunn_9645

Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, hefur tilkynnt formannaráði bandalagsins að hún hyggist ekki bjóða sig fram að nýju í aðdraganda aðalfundar BHM sem haldinn verður 27. maí nk. Þórunn hefur verið formaður undanfarin 6 ár en samkvæmt lögum bandalagsins má formaður mest sitja í 8 ár.

Nýlega auglýsti framboðsnefnd BHM eftir frambjóðendum í trúnaðarstörf innan bandalagsins, m.a. til embættis formanns. Í auglýsingunni er áhugasömu félagsfólki aðildarfélaga BHM bent á að hafa samband við sitt aðildarfélag fyrir 15. febrúar nk.

Í ljósi tilkynningar Þórunnar hefur framboðsnefndin ákveðið að framlengja frest félagsfólks til að tilkynna áhuga á formannsframboði til síns félags til 22. febrúar.


Fréttir