Formaður BHM undirritaði samkomulag um Kjaratölfræðinefnd

15.5.2019

  • Undirritun-15.-mai-Thorunn

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, undirritaði í morgun fyrir hönd bandalagsins samkomulag um hlutverk og umgjörð Kjaratölfræðinefndar. Nefndinni er ætlað að vera vettvangur samráðs milli aðila vinnumarkaðar í aðdraganda kjarasamninga og stuðla að því að aðilar hafi sameiginlegan skilning á eðli, eiginleikum og þróun þeirra hagtalna sem mestu varða við samningagerðina. Auk BHM eiga forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti, Alþýðusamband Íslands, BSRB, Kennarasamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök atvinnulífsins og Hagstofa Íslands aðild að nefndinni. 

Félags- og barnamálaráðherra skipar nefndina til fjögurra ára í senn eftir tilnefningum þeirra sem eiga aðild að nefndinni, einn fulltrúa frá hverjum aðila. Ráðherra skipar jafnframt formann nefndarinnar án tilnefningar. Nefndin er hýst hjá Ríkissáttasemjara sem leggur til fundar- og starfsaðstöðu.

Ákvörðun um stofnun Kjaratölfræðinefndar byggist á tillögum nefndar forætisráðherra um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga . Nefndin lagði til margvíslegar breytingar á söfnun, vinnslu og birtingu launaupplýsinga hér á landi sem og að sett yrði á fót Kjaratölfræðinefnd skipuð fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðirins. 


Fréttir