Forystufólk heildarsamtaka háskólafólks fundaði í Waxholm í Svíþjóð

30.9.2021

  • Fulltrúar háskólafólks í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Íslandi.
    Waxholm
    Fulltrúar háskólafólks í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og Íslandi.

Þróun á vinnumarkaði, fjarvinna og stytting vinnuvikunnar voru á meðal þess sem rætt var á samráðsfundi forystufólks háskólafólks á Norðurlöndunum í vikunni. Fundurinn er sá fyrsti sem BHM tekur þátt í á erlendri grundu frá því heimsfaraldurinn hófst. 

Auk formanns og framkvæmdastjóra BHM sátu fundinn fulltrúar frá samtökum háskólafólks í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Meðal annars var farið yfir stöðuna á vinnumarkaði í löndunum fimm og rætt um sameiginleg hagsmunamál. Einnig var fjallað um ýmis samstarfsverkefni sem unnið er að eða eru fyrirhuguð á næstunni. Má þar t.d. nefna samnorræna ráðstefnu um þróun vinnumarkaðar og stöðu háskólafólks (Nordisk Akademikerforum) sem haldin er þriðja hvert ár. Það stóð til að halda ráðstefnuna árið 2019 en henni var frestað til 2022 vegna heimsfaraldurs. 

Friðrik Jónsson, formaður BHM, gerði á fundinum meðal annars grein fyrir stöðu efnahagsmála hér á landi, nýafstöðnum kosningum, þróun á vinnumarkaði og styttingu vinnuvikunnar. Auk þess fjallaði hann um áherslur BHM í tengslum við fjarvinnu.  

Á myndinni eru frá vinstri Göran Arrius (Saco, Svíþjóð), Kari Sollien (Akademikerne Norge,Noregi), Lars Qvistgaard (AC, Danmörku), Sture Fjäder (AKAVA, Finnlandi) og Friðrik Jónsson, BHM.


Fréttir