Framhaldsaðalfundur BHM lýsir þungum áhyggjum af stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði

Samþykkt að beina því til formannaráðs að boða til aukaaðalfundar fyrir lok ársins

10.9.2020

 • bhm_adalfundur_09092020-17
 • bhm_adalfundur_09092020-42
 • bhm_adalfundur_09092020-15
 • bhm_adalfundur_09092020-12
 • bhm_adalfundur_09092020-19
 • bhm_adalfundur_09092020-44
 • bhm_adalfundur_09092020-41
 • bhm_adalfundur_09092020-13
 • bhm_adalfundur_09092020-43
 • bhm_adalfundur_09092020-36
 • bhm_adalfundur_09092020-35
 • bhm_adalfundur_09092020-24
 • bhm_adalfundur_09092020-37
 • bhm_adalfundur_09092020-9
 • bhm_adalfundur_09092020-48
 • bhm_adalfundur_09092020-40
 • bhm_adalfundur_09092020-14
 • bhm_adalfundur_09092020-22
 • bhm_adalfundur_09092020-10
 • bhm_adalfundur_09092020-30
 • bhm_adalfundur_09092020-32
 • bhm_adalfundur_09092020-47
 • bhm_adalfundur_09092020-38
 • bhm_adalfundur_09092020-29
 • bhm_adalfundur_09092020-28
 • bhm_adalfundur_09092020-6
 • bhm_adalfundur_09092020-27
 • bhm_adalfundur_09092020-26
 • bhm_adalfundur_09092020-39
 • bhm_adalfundur_09092020-25
 • bhm_adalfundur_09092020-23
 • bhm_adalfundur_09092020-8
 • bhm_adalfundur_09092020-3
 • bhm_adalfundur_09092020-46
 • bhm_adalfundur_09092020-21
 • bhm_adalfundur_09092020-49
 • bhm_adalfundur_09092020-31
 • bhm_adalfundur_09092020-33
 • bhm_adalfundur_09092020-5
 • bhm_adalfundur_09092020-4
 • bhm_adalfundur_09092020-45

Á framhaldsaðalfundi Bandalags háskólamanna, sem haldinn var í gær, 9. september, var m.a. samþykkt ályktun þar sem lýst er þungum áhyggjum af stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði. Bent er á að á fimmta þúsund háskólamenntaðra séu nú án vinnu og að atvinnuleysi í þessum hópi hafi aldrei verið meira í sögunni. Þá eru stjórnvöld hvött til að bregðast við þessu ástandi án tafar, hækka fjárhæðir atvinnuleysistrygginga og tekjuþak greiðslna. Á fundinum voru einnig samþykktar þrjár aðrar ályktanir en texta allra ályktana fundarins má nálgast hér.

Líflegar umræður um lækkun aðildargjalda 

Aðalfundur BHM, sem haldinn var 27. maí sl. gegnum fjarfundabúnað, samþykkti að fresta umræðu og afgreiðslu árgjalds (aðildargjalda) til sérstaks framhaldsaðalfundar 9. september. Á fundinum í gær voru kynntar tillögur starfshóps formannaráðs um lækkun aðildargjalda og einnig tillögur um sama efni sem fulltrúar nokkurra aðildarfélaga og stjórn BHM hafa unnið að. Spunnust líflegar umræður um þessar tillögur en þær voru ekki til afgreiðslu því breyta þarf lögum bandalagsins til að þær geti komið til framkvæmda. Fundurinn samþykkti að beina því til formannaráðs að boða til aukaaðalfundar fyrir lok ársins þar sem unnt verður að breyta lögum BHM og lækka aðildargjöld ef meirihluti fundarmanna styður það.

Kjörið í tvær trúnaðarstöður

Á framhaldsaðalfundinum var Íris Davíðsdóttir, frá Félagi háskólakennara, kjörin í stjórn BHM til tveggja ára og Alda Margrét Hauksdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga, kjörin varamaður í framboðsnefnd, einnig til tveggja ára.

 


Fréttir