Frestur til að sækja um styrki úr Styrktarsjóði og Sjúkrasjóði er til og með 11. desember

6.12.2016

Félagsmenn sem hyggjast sækja um styrki í Styrktarsjóð eða Sjúkrasjóð BHM á árinu 2016 þurfa að skila umsóknum og fylgigögnum með rafrænum hætti eigi síðar en 11. desember nk. Sami skilafrestur á við um fylgigögn vegna umsókna sem þegar hafa borist.

Reglur um hvað er styrkt og úthlutunarreglur sjóðanna má nálgast hér:

Styrkumsóknir eru afgreiddar í hverjum mánuði. Styrkir eru greiddir út 24. og 26. hvers mánaðar ef viðeigandi umsóknir og fylgigögn hafa borist í tæka tíð.

Umsóknir skulu sendar inn með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður BHM. Þar má einnig sjá stöðu umsókna.

Nánari upplýsingar veita fulltrúar sjóðanna:

Ingunn Þorsteinsdóttir vegna Styrktarsjóðs, sími 595-5111

Benóný Harðarson vegna Sjúkrasjóðs, sími 595-5120

 


Fréttir