Fullskipað í fastanefndir BHM

14.6.2019

  • bhm_adalfundur_2019_a-12
    Frá aðalfundi BHM sem fram fór á Hótel Reykjavík Natura 20. maí 2019.

Á nýlega afstöðnum aðalfundi BHM, sem haldinn var 20. maí sl., voru kosnir fulltrúar í tvær af þremur fastanefndum bandalagsins: Kjara- og réttindanefnd og Jafnréttisnefnd. Þriðja fastanefndin er Þjónustu- og aðbúnaðarnefnd (sjá nánar í grein 6.0. í lögum bandalagsins). Nýir fulltrúar í Kjara- og réttindanefnd, sem kjörnir voru á aðalfundinum, eru Anna María Frímannsdóttir (SÍ) og Hjalti Einarsson (FRG). Nýir fulltrúar í Jafnréttisnefnd, sem kjörnir voru á aðalfundinum, eru Heiða Björk Jósefsdóttir (KVH) og Páll Haukur Björnsson (SÍM). Þess má geta að á fundinum var einnig kjörið í Uppstillingarnefnd BHM sem starfar á hverju ári í aðdraganda aðalfundar en telst þó ekki ein fastanefnda bandalagsins.

Stjórn BHM skipar árlega einn fulltrúa í hverja fastanefnd bandalagsins. Stjórnin hefur nú skipað Þorkel Heiðarsson (FÍN) í Kjara- og réttindanefnd, Gyðu Hrönn Einarsdóttur (FL) í Jafnréttisnefnd og Laufeyju E. Gissurardóttur (ÞÍ) í Þjónustu- og aðbúnaðarnefnd.

Þar með eru fastanefndir BHM fullskipaðar fyrir starfsárið 2019–2020:

Kjara- og réttindanefnd:


Anna María Frímannsdóttir (SÍ)
– kjörin á aðalfundi 2019
Helga Birna Ingimundardóttir (FH) – kjörin á aðalfundi 2018
Hjalti Einarsson (FRG) – kjörinn á aðalfundi 2019
Laufey Elísabet Gissurardóttir (ÞÍ) – kjörin á aðalfundi 2018
Þorkell Heiðarsson (FÍN) – skipaður af stjórn BHM

Jafnréttisnefnd:


Heiða Björk Jósefsdóttir (KVH) – kjörin á aðalfundi 2019
Íris Dögg Björnsdóttir (FÍF) – kjörin á aðalfundi 2018
Óskar Sigurðsson (FRG) – kjörinn á aðalfundi 2018
Páll Haukur Björnsson (SÍM) – kjörinn á aðalfundi 2019
Gyða Hrönn Einarsdóttir (FL) – skipuð af stjórn BHM

Þjónustu- og aðbúnaðarnefnd:

Hafdís Eygló Jónsdóttir (FÍN) – kjörin á aðalfundi 2017
Þórdís Hadda Yngvadóttir (FRG) – kjörin á aðalfundi 2017
Laufey E. Gissurardóttir (ÞÍ) – skipuð af stjórn BHM