Chat with us, powered by LiveChat

Fylgjumst með því að desemberuppbótin skili sér

30.11.2021

  • desemberuppbót 2021
    Desemberuppbot-2021-Samkvaemt-kjarasamningum-BHM
    desemberuppbót 2021

Í öllum kjarasamningum aðildarfélaga BHM við aðila vinnumarkaðarins er ákvæði um persónuuppbót sem í daglegu tali er einnig kölluð desemberuppbót. Desemberuppbót er föst krónutala og miðast við fullt starf, en breytist í samræmi við starfshlutfall og starfstíma einstaklings á árinu. Hana á að færa inn á launaseðil 1. desember.

Desemberuppbótina skal greiða út 1. desember hjá ríkinu og sveitarfélögunum en  í síðasta lagi 15. desember á almennum vinnumarkaði.

Hér að neðan má sjá hver desemberuppbótin er fyrir fullt starf árið 2021: 

  • Ríki: 96.000kr.
  • Reykjavíkurborg: 106.100kr.
  • Sveitarfélögin: 121.700kr.
  • Almennur vinnumarkaður: 96.000kr.

BHM hvetur félagsmenn aðildarfélaga til þess að skoða launaseðilinn og athuga hvort desemberuppbótin hafi örugglega skilað sér. Þá þarf einnig að fylgjast með því að upphæðin skili sér inn á launareikning.

Nánari upplýsingar um desemberuppbót má finna hér á upplýsingasíðu BHM um kaup og kjör.


Fréttir