Geislafræðingar sömdu við ríkið

31.10.2020

  • FG-logo

Fulltrúar Félags geislafræðinga (FG) undirrituðu í gær nýjan kjarasamning við ríkið með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda á tímabilinu 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. 

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum næstkomandi mánudag, 2. nóvember, gegnum fjarfundabúnað. Rafræn atvkæðagreiðsla um samninginn hefst miðvikudaginn 4. nóvember og stendur til hádegis mánudaginn 9. nóvember.


Fréttir