Gistimiðar til afhendingar í þjónustuveri BHM

8.6.2020

  • Fosshótel Reykholti
    Fosshotel

Gistimiðarnir hjá Íslandshótelum sem sjóðfélögum í Orlofssjóði BHM bauðst að kaupa á dögunum eru nú komnir aftur í þjónustuver BHM. 

Vinsældir fóru langt fram úr væntingum og kláruðust gistimiðarnir sem voru prentaðir í fyrstu umferð fljótt. Sjóðfélagar sem hafa keypt miða geta nú nálgast miðana sína í þjónustuverinu að Borgartúni 6 gegn framvísun kvittunar.

Þjónustuverið er opið fyrir heimsóknir milli kl. 09:00 og 16:00 alla virka daga. 

Athugið að ekki er hægt að koma í þjónustuverið til þess að kaupa nýja gistimiða, þeir voru eingöngu til sölu á orlofsvef BHM.