Góð mæting á umræðufund BHM um fjórðu iðnbyltinguna og vinnumarkaðinn

6.9.2019

  • lysa4
  • lysa5
  • lysa2
  • lysa6
  • lysa3
  • lysa1
  • kubbur_lysa

Vel var mætt á umræðufund BHM sem haldinn var í morgun í tengslum við Lýsu – rokkhátíð samtalsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Umræðuefnið var fjórða iðnbyltingin og áhrif hennar á störf og vinnumarkað. Meðal þátttakenda í umræðunni voru Huginn Freyr Þorsteinsson, sérfræðingur og formaður nefndar forsætisráðherra um fjórðu iðnbyltinguna; Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir, formaður tækninefndar vísinda- og tækniráðs og forstöðumaður hjá Veitum; og Benedikt Barðason, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, stýrði umræðunni.
Fréttir