Engar ræður, bara gleði í 60 ára afmælisfagnaði BHM

24.10.2018

 • bhm_60_ara-1
 • bhm_60_ara-28
 • bhm_60_ara-23
 • bhm_60_ara-26
 • bhm_60_ara-12
 • bhm_60_ara-4
 • bhm_60_ara-11
 • bhm_60_ara-5
 • bhm_60_ara-2
 • bhm_60_ara-16
 • bhm_60_ara-7
 • bhm_60_ara-17
 • bhm_60_ara-30
 • bhm_60_ara-27
 • bhm_60_ara-10
 • bhm_60_ara-29
 • bhm_60_ara-24
 • bhm_60_ara-15
 • bhm_60_ara-25
 • bhm_60_ara-19
 • bhm_60_ara-13
 • bhm_60_ara-9
 • bhm_60_ara-22
 • bhm_60_ara-3
 • bhm_60_ara-6
 • bhm_60_ara-18
 • bhm_60_ara-31
 • bhm_60_ara-14
 • bhm_60_ara-32
 • bhm_60_ara-20
 • bhm_60_ara-21

Gleði og góð stemning einkenndu 60 ára afmælisfagnað Bandalags háskólamanna sem haldinn var í gær, þriðjudaginn 23. október, í Borgarleikhúsinu. Gestir hófu að streyma í húsið um stundarfjórðungi fyrir klukkan fimm og var ekki laust við að nokkurrar eftirvæntingar gætti meðal fólks. Meðal gesta voru forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, forystufólk samtaka á vinnumarkaði, fulltrúar viðsemjenda, forstöðumenn opinberra stofnana, fulltrúar samstarfsaðila BHM, forystufólk aðildarfélaga bandalagsins og almennir félagsmenn. 

Þegar klukkan var rúmlega fimm hófst söng- og leikdagskrá í aðalsal leikhússins. Þar fóru leikarar, söngvarar, hljóðfæraleikarar og skemmtikraftar á kostum undir stjórn Bergs Þórs Ingólfssonar leikstjóra sem jafnframt var handritshöfundur. Dagskráin, sem var á léttum nótum, tók um klukkustund í flutningi og er óhætt að segja að hún hafi fallið í kramið hjá gestum því mikið var hlegið og klappað. Meðal annars voru flutt fjölmörg íslensk dægurlög frá ýmsum tímum við undirleik fimm manna hljómsveitar. Upptaka af dagskránni verður gerð aðgengileg á vef BHM innan tíðar. 

Eftir að dagskránni lauk var gestum boðið að þiggja léttar veitingar í forsal Borgarleikhússins. 

Þess má geta að ekki var haldin ein einasta ræða í afmælishófinu. Vakti það töluverða athygli meðal gesta og mæltist raunar alveg sérstaklega vel fyrir, hvernig svo sem má túlka það.

Söng- og leikdagskrá í tilefni af 60 ára afmæli BHM

Höfundur/leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson
Leikarar/söngvarar: Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Björgvin Frans Gíslason, Erlen Ísabella Einarsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Jónas Sig
Uppistandari: Ari Eldjárn
Tónlistarstjóri: Guðmundur Óskar Guðmundsson
Hljóðfæraleikarar: Aron Steinn Ásbjarnarson, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Örn Eldjárn, Guðmundur Óskar Guðmundsson.
Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir
Myndhönnun: Ingi Bekk
Framkvæmdastjórn: Sólveig Guðmundsdóttir