Grunnnámskeið um styttingu vinnuvikunnar fyrir starfsfólk í vaktavinnu
Skráning á vef Starfsmenntar, starfsmennt.is
Undirbúningur fyrir styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki hjá ríki og sveitarfélögum er kominn á fullt skrið, en styttingin mun taka gildi þann 1. maí næstkomandi. Verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu býður upp á grunnnámskeið um styttinguna fyrir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga, þ.m.t. félagsmenn aðildarfélaga BHM sem starfa hjá þessum aðilum.
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði kerfisbreytingar betri vinnutíma í vaktavinnu. Þátttakendur munu fá upplýsingar um allt fræðsluefni sem er aðgengilegt á vefnum betrivinnutimi.is og leiðbeiningar um hvernig þeir geta aflað sér frekari þekkingar upp á eigin spýtur.
Í ljósi ástandsins í samfélaginu fara námskeiðin fram í gegnum fjarfundarbúnað. Námskeiðin verða um klukkustund að lengd og eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Auglýst hafa verið fjögur grunnnámskeið:
- 11. janúar
- 12. janúar
- 15. janúar
- 18. janúar
Þátttakendur þurfa að skrá sig á vef Starfsmenntar.