Gyða Hrönn nýr varaformaður BHM

25.5.2016

Á nýlega afstöðnum aðalfundi Bandalags háskólamanna var Gyða Hrönn Einarsdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga (FL), kjörin varaformaður bandalagsins. Gyða Hrönn er fædd árið 1974, lauk BSc-prófi í lífeindafræði árið 2003 og MS-prófi í sömu grein árið 2014. Einnig hefur hún lokið diplóma-námi í opinberri stjórnsýslu og námi til kennsluréttinda í náttúrufræðigreinum. Gyða Hrönn var kjörin í samninganefnd FL árið 2005 og hefur frá þeim tíma gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið meðfram störfum sínum sem lífeindafræðingur á Landspítalanum og stundakennari við Háskóla Íslands. Hún hefur verið formaður félagsins frá árinu 2014.


 


Fréttir