Hádegisfundir með fulltrúum stjórnmálaflokkanna

11.10.2016

  • flokkar_fundir

Uppfært 13.10.2016

Dagana 18., 19., 20. og 25. október nk. efnir Bandalag háskólamanna til opinna hádegisfunda fyrir félagsmenn með fulltrúum 10 stjórnmálasamtaka sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum. Um er að ræða Alþýðufylkinguna, Bjarta framtíð, Dögun, Flokk fólksins, Framsóknarflokkinn, Pírata, Samfylkinguna, Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn og Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Markmiðið er að gefa flokkunum tækifæri til að kynna stefnu sína og áherslur í málefnum er varða hagsmuni háskólafólks sérstaklega og svara spurningum um þær. 

Fundirnir verða haldnir í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6 (4. hæð). Vinsamlegast athugið að skrá þarf þátttöku fyrirfram hér á vefnum (smellið hér).

Dagskráin verður sem hér segir:

þriðjudagur 18. október, kl. 12:00–13:00

- Píratar

- Sjálfstæðisflokkurinn

miðvikudagur 19. október, kl. 12:00–13:00

- Framsóknarflokkurinn

- Vinstrihreyfingin – grænt framboð

 fimmtudagur 20. október, kl. 12:00–13:00

- Björt framtíð

- Samfylkingin

- Viðreisn

þriðjudagur 25. október, kl. 12:00–13:00

- Dögun

- Flokkur fólksins

- Alþýðufylkingin


Fréttir