Sjóðfélögum býðst að afbóka orlofshús og fá endurgreitt vegna hertra sóttvarnarreglna

26.3.2021

  • Sumarhús_Aðaldalur_3
    Aðaldalur_hus_3

Sjóðfélagar Orlofssjóðs BHM (OBHM) sem bókað hafa orlofshús á tímabilinu 25. mars til 15. apríl næstkomandi geta afbókað og fengið fulla endurgreiðslu. Ekki er þó endurgreitt ef leigutímabil er hafið.

Stjórnvöld hafa hert reglur um sóttvarnir og gilda nýjar reglur á tímabilinu 25. mars til 15. apríl nk. Í ljósi þessa hefur stjórn OBHM ákveðið að sjóðfélagar, sem höfðu bókað orlofshús á þessu tímabili, geti afbókað þau og fengið fulla endurgreiðslu. Beiðni um afbókun þarf að berast skriflega á netfangið sjodir@bhm.is sem fyrst eða að lágmarki 24 klst áður en dvöl á að hefjast. Tekið skal fram að leiga er ekki endurgreidd ef leigutímabil er hafið.

Sjóðfélögum er þó frjálst að nýta bókanir sínar enda séu reglur um sóttvarnir virtar í hvívetna. Einstaklingum í sóttkví eða einangrun er með öllu óheimilt að dvelja í orlofshúsum OBHM. 

Að öðru leyti er sjóðfélögum bent á að kynna sér Verklagsreglur Orlofssjóðs BHM.


Fréttir