Haltu í réttindin, láttu ekki greiðslur í stéttarfélagið falla niður við atvinnumissi

Hakaðu við stéttarfélagið þegar þú sækir um atvinnuleysisbætur

13.5.2020

 • bhm_myndir_fyrir_heimasidu-4

Bandalag háskólamanna vill vekja athygli á því hve mikilvægt það er að láta ekki greiðslur í lífeyrissjóð og stéttarfélag falla niður við atvinnumissi. Félagsmenn aðildarfélaga BHM sem misst hafa vinnuna eru eindregið hvattir til þess að gefa upp félagsaðild við skráningu á atvinnuleysisskrá og greiða félagsgjöld.

Stéttarfélög BHM sinna bæði mikilvægri hagsmunagæslu og aðstoða félagsmenn sína við að leita réttar síns þegar þess þarf, til dæmis við að innheimta laun vegna gjaldþrots vinnuveitanda. Með greiðslum í stéttarfélag er aðild að sjóðum og rétti til fjölbreyttra styrkja og sjúkradagpeninga einnig viðhaldið, en sé greiðslum hætt getur það tekið þrjá til sex mánuði að ná aftur upp fyrri réttindum í sjóðum. Aðildin hefur því ótvíræða kosti, svo sem:

 • Aðstoð við að innheimta laun vegna gjaldþrots vinnuveitanda
 • Réttur til að sækja um orlofshús OBHM og punktasöfnun heldur áfram
 • Möguleiki á
  • styrk til líkamsræktar eða meðferðar hjá faglega viðurkenndum aðila
  • fæðingarstyrk við fæðingu barns
  • styrk vegna tæknifrjóvgunar
  • styrk til meðferðar vegna starfstengdra áfalla, t.d. óvæntum starfslokum
  • styrk vegna sí- og endurmenntunar, t.d. vegna náms og einstakra námskeiða, ráðstefna, málþinga og kynnisferða innanlands sem utan.
 • Viðheldur réttindum í Sjúkrasjóð/Styrktarsjóð eftir atvikum, þetta eru sjóðir sem veita t.d. sjúkradagpeninga þegar veikindarétti sleppir.
 • Ef atvinnulaus einstaklingur veikist eða slasast missir hann rétt til atvinnuleysisbóta, en getur þá sótt um sjúkradagpeninga í Sjúkrasjóð/Styrktarsjóð BHM