Háskólamenntaðir starfsmenn Stjórnarráðsins samþykktu nýjan kjarasamning

14.2.2020

  • FHSS

Félagsmenn í Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins samþykktu nýgerðan kjarasamning við ríkið í atkvæðagreiðslu sem hófst 12. febrúar og lauk 14. febrúar. Samtals voru 707 á kjörskrá og þar af greiddu 435 atkvæði eða 61,5%. Niðurstaðan varð sú að um 60% þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samþykktu samninginn, tæplega 35% voru á móti og 5% skiluðu auðu.

Samningurinn var undirritaður 4. febrúar og gildir á tímabilinu 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Samtals hafa nú átta aðildarfélög BHM undirritað nýjan kjarasamning við ríkið en tólf félög eiga eftir að semja. Þá eiga öll félögin 20 enn ósamið við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga.