Háskólamenntuðum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum

Um helmingur kvenna á aldrinum 25–64 ára er nú með háskólapróf

11.5.2018

  • graph_haskolamenntun
    Smellið á myndina til að stækka hana. Heimild: Hagstofa Íslands

Mikil breyting varð á menntunarstigi landsmanna á tímabilinu 2003–2017, samkvæmt niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands. Fólki með háskólamenntun fjölgaði hlutfallslega mjög mikið á tímabilinu meðan fólki með annars konar menntun fækkaði. Sérstaklega er áberandi hve háskólamenntuðum konum fjölgaði mikið (sjá myndina hér til hægri, smellið á til að stækka).

Árið 2003 höfðu um 30% kvenna og um fjórðungur karla á aldrinum 25–64 ára lokið háskólaprófi. Í heild höfðu þá rétt um 28% landsmanna í þessum aldurshópi lokið háskólaprófi, rúmlega þriðjungur hafði einungis lokið grunnmenntun og svipað hlutfall framhalds- og starfsmenntun.

Árið 2017 hafði aftur á móti um helmingur kvenna og ríflega þriðjungur karla á aldrinum 25–64 ára lokið háskólaprófi. Í heild höfðu um 42% íbúa landsins í þessum aldurshópi lokið háskólamenntun, 23% höfðu einungis lokið grunnmenntun og 35% höfðu lokið starfs- og framhaldsmenntun.

Sjá nánar hér .