Hefur þú skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála?

Jafnréttisráð auglýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar ráðsins fyrir árið 2019. Skilafrestur er til 27. september nk.

11.9.2019

  • jafnrettisvidureknning_mynd

Jafnréttisráð hefur auglýst eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2019, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála í víðri merkingu. Jafnréttisviðurkenningin var síðast veitt árið 2017 en þá hlutu hana Hafnarfjarðarbær og druslugangan.

Hver tilnefning skal vera rökstudd. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Til að koma til álita við veitingu viðurkenningarinnar þarf viðkomandi aðili að vera tilbúinn að taka á móti fulltrúum Jafnréttisráðs og svara spurningum þess.

Tilnefningum skal skila rafrænt eigi síðar en 27. september 2019 til Jafnréttisráðs á netfangið jafnrettisrad@jafnretti.is

Jafnréttisráð hvetur sem flesta til að senda inn tilnefningu.