Chat with us, powered by LiveChat

Hinn fullkomni karlmaður, sigraðu streituna, skapandi vinnuumhverfi og fleiri námskeið

Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér nýju námskeiðin

8.6.2022

  • Sverrir Norland heldur fyrirlestur um karlmennsku
    SverrirNorlandFB
    Sverrir Norland heldur fyrirlesturinn ,,Hinn fullkomni karlmaður"

Nokkur ný námskeið hafa bæst við í fyrirtækjaskóla Akademias að undanförnu en BHM samdi um aðgang að fyrirtækjaskólanum fyrir allt félagsfólk allra sinna aðildarfélaga í heilt ár. Aðgangurinn er félagsfólki að kostnaðarlausu.

Þú skráir þig í fyrirtækjaskólann hér.  

Hér neðar á síðunni er listi yfir nýju námskeiðin, lýsingar á þeim og í sumum tilvikum kynningarstiklur.

Nýju námskeiðin eru: 

  • Hinn fullkomni karlmaður
  • Rétt líkamsbeiting og vellíðan í vinnu
  • Sigraðu streituna og auktu afköstin
  • Skapandi vinnuumhverfi
  • Growth hacking - Aðferðafræði frá Silicon Valley

Hinn fullkomni karlmaður

Hversu tilfinningaríkur má ég vera?

Að því spyr Sverrir Norland, rithöfundur og útgefandi, í skemmtilegum og fróðlegum fyrirlestri um karlmennskuna.

Sverrir leitar víða fanga, meðal annars í eigið líf, og ferðast með áhorfendum inn á heimilið, á vinnustaði, aftur í aldir og inn í framtíðina.

Kynningarmyndband

Rétt líkamsbeiting og vellíðan í vinnu

Langar þig að læra að stilla starfsaðstöðuna þína frá a-ö og þar með draga markvisst úr vöðvabólgu og streitu?

Markmið námsefnisins er að kenna þér að tileinka þér rétta líkamsbeitingu draga úr stoðkerfiskvillum vera í góðu vinnuformi og viðhalda góðri heilsu. Fyrirkomulagið er einfalt og þægilegt. 

Ásgerður Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og íþróttakennari hefur í yfir 20 ár sérhæft sig í vinnustaðaúttektum í fyrirtækjum og stofnunum um land allt. Samhliða hefur hún verið með námskeið og fyrirlestra um heilsueflingu og heilsuvernd sem miða að því að auka vellíðan í vinnu og draga úr vöðvabólgu og öðrum stoðverkjum. 

Kynningarmyndband

„Growth Hacking“ frá Silicon Valley

Growth hacking er að umbylta markaðsdeildum og markaðsstarfi. Fáir vita að Youtube átti að vera stefnumótasíða, Dropbox gekk illa þar til farið var að hvetja notendur til að bjóða vinum sínum að prófa, eitt lítið „growth hacking“ trix bjargaði AirBnB frá gjaldþroti og gerði þeim kleift að verða þetta risa fyrirtæki sem það er í dag.

Growth hacking aðferðafræðin byggir á tilraunum og að nýta gögn sem gera fyrirtækjum kleift að læra hratt og finna stöðugt nýjar leiðir til að vaxa. Öll fyrirtæki, af öllum stærðum geta hagnýtt þessa einföldu aðferðafræði.

Guðmundur Arnar Guðmundsson er framkvæmdastjóri og eigandi Akademias. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air en hann sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. 

Sigraðu streituna og auktu afköstin

 Hver er muninn á streitu, kulnun og sjúklegri streitu? Til þess að geta áttað sig á sínum eigin tilfinningum og komið í veg fyrir það að maður brenni út er gott að kunna skil á þessum atriðum.

Þátttakendum eru gefin verkfæri til að greina streitu og þeim kennt að nota rannsakaðar aðferðir til forvarnar og úrlausna á streitu. Greinarmunur er gerður á því hvar ábyrgð starfsmanna liggur og hvernig starfsfólk getur aukið afköst sín án þess að auka við streituna.

Á námskeiðinu eru kynnt ný hugtök úr streitufræðunum og farið er í viðurkenndar aðferðir sem stuðla að streituvörnum sem auka afköst.

Helga Hrönn Óladóttir, mannauðsfræðingur og streituráðgjafi hjá Heilsuvernd. Helga hefur haldið ótal fyrirlestra, starfar sem stjórnandi í dag og þekkir það að sitja báðum megin við borðið þegar að vinnustaðnum kemur. Helga kom að stofnun útibús Heilsuverndar/Streituskólanum í norðurlandsumdæmi ásamt Ólafi Þór Ævarssyni geðlækni. 

Myndband

Skapandi vinnuumhverfi

Hvað þarf til að vera leiðtogi í skapandi hugsun? Hvernig gera stjórnendur lærdóm og þekkingu hluta af menningu fyrirtæksins? Þessum spurningum og fleirum svarar Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias á námskeiðinu Skapandi vinnuumhverfi sem byggir á stöðugum lærdóm.  


Guðmundur Arnar Guðmundsson er framkvæmdastjóri og eigandi Akademias. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air en hann sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna.

Smelltu hér til að skrá þig í fyrirtækjaskóla Akademias og þú færð aðgang að þessum námskeiðum og fleirum. 


Fréttir