Hljómlistarmenn samþykktu kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

4.1.2021

  • Fihlogogott

Félagsmenn Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) sem starfa hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg samþykktu nýjan kjarasamning félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga í atkvæðagreiðslu sem lauk 22. desember sl. 

Samtals greiddu 83 félagsmenn atkvæði um samninginn og samþykktu þeir hann allir. Á kjörskrá voru 311 og var kosningaþátttaka því tæplega 27%. 


Fréttir