Húsfyllir á ráðstefnu BHM um fjórðu iðnbyltinguna

24.11.2017

 • bhm_harpa_net_b-6
  Ráðstefnan fór fram í Kaldalónssal Hörpu og var vel sótt
 • bhm_harpa_net_b-5
  Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.
 • bhm_harpa_net_b-2
  Anne Marie Engtoft Larsen
 • bhm_harpa_net_b-4
  Liselotte Lyngsø
 • bhm_harpa_net_b-3
  Halldór Benjamín Þorbergsson
 • bhm_harpa_net_b-1
  Erna Guðmundsdóttir
 • bhm_harpa_net_b-7
  Þórður Snær Júlíusson

Húsfyllir var á ráðstefnu sem BHM efndi til í Hörpu í gær undir yfirskriftinni ,,Misstu ekki af framtíðinni - áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á vinnumarkað háskólamenntaðra". Þar var fjallað um þær samfélagslegu breytingar sem tækniframfarir, s.s. gervigreind og sjálfvirknivæðing, munu hafa í för með sér á næstu árum og áratugum. Sérstök áhersla var lögð á að ræða áhrif þessarar þróunar á vinnumarkaðinn og stöðu háskólamenntaðra. Ræðumenn voru Anne Marie Engtoft Larsen, sérfræðingur Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum); Liselotte Lyngsø framtíðarfræðingur hjá Future Navigator ; Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins; Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM; og Erna Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri BHM. Fundarstjóri var Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.

Vinnustofa eftir hádegi

Ráðstefnan fór fram fyrir hádegi en eftir hádegið var efnt til vinnustofu í Norræna húsinu með þátttöku um 30 fulltrúa stéttarfélaga, vinnuveitenda og stjórnvalda. Þar var umfjöllunarefni ráðstefnunnar krufið til mergjar og rætt í smærri hópum um afmarkaða þætti er varða tækniþróun og vinnumarkað framtíðarinnar. Niðurstöður umræðunnar voru teknar saman og verða nýttar við stefnumótun innan BHM og hagsmunagæslu bandalagsins fyrir félagsmenn á komandi misserum.


Fréttir