Jóhann Gunnar nýr varaformaður BHM

Rafrænni kosningu til varaformanns BHM lauk miðvikudaginn 29. apríl.

29.4.2020

  • Jóhann Gunnar Þórarinsson
    JohannGunnar

165 aðalfundarfulltrúar greiddu atkvæði eða 93,75% af kjörskrá. Niðurstaðan var sú að Guðfinnur Þór Newman hlaut 72 atkvæði (44,17%) og Jóhann Gunnar Þórarinsson hlaut 91 atkvæði (55,83%). Tvö atkvæði voru auð.

Réttkjörinn varaformaður BHM er því Jóhann Gunnar Þórarinsson. Hann hefur störf eftir aðalfund BHM sem haldinn verður 27. maí.

„Mér þykir þetta gríðarlega spennandi verkefni og það verður gaman að taka þátt í þeirri vinnu sem er framundan ásamt stjórn BHM. Ég hef gegnt embætti varaformanns SL undanfarið ár þar sem ég hef látið mig mörg mál varða. Ég er þakklátur fyrir traustið sem mér hefur verið sýnt og hlakka til að geta beitt mér enn frekar fyrir réttindum og kjörum félagsmanna aðildarfélaga BHM,” sagði Jóhann Gunnar Þórarinsson þegar niðurstöður lágu fyrir.

Jóhann Gunnar Þórarinsson
Jóhann Gunnar er með B.A. og Mag. Jur. gráður frá Háskóla Íslands og M.A. gráðu í evrópskri viðskiptalögfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Jóhann Gunnar er varaformaður Stéttarfélags lögfræðinga, hann situr í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna en hefur einnig gegnt formennsku í SÍNE (Sambandi íslenskra námsmanna erlendis) og setið í framkvæmdastjórn LÍS (Landssamtaka íslenskra stúdenta). Hann starfar sem fagstjóri leyfisveitinga og heimagistingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.