Kjarasamningur Félags lífeindafræðinga við ríkið samþykktur

Mikill meirihluti félagsmanna FL samþykkti samninginn

22.6.2020

Niðurstaða kosningar Félags lífeindafræðinga (FL) um nýgerðan kjarasamning við ríkið fór þannig að tæp 78% samþykktu hann, tæp 22% höfnuðu honum og tæp 3% skiluðu auðu.

Samningurinn var undirritaður í byrjun júní, atkvæðagreiðslan var rafræn og lauk á hádegi mánudaginn 22. júní. Á kjörskrá voru 208 og greiddu atkvæði 149. Kosningaþáttaka var því tæp 72% og niðurstaðan sú að 113 samþykktu hann, 32 höfnuðu honum og 4 skiluðu auðu.